Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlega ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.
Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði bókmennta fer yfir innsend ljóð beggja flokka. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt 21. janúar ár hvert, á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör en við sama tilefni er Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur. Fyrstu verðlaun í grunnskólakeppninni voru veitt árið 2012.
Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlega ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.
Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði bókmennta fer yfir innsend ljóð beggja flokka. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt 21. janúar ár hvert, á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör en við sama tilefni er Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur. Fyrstu verðlaun í grunnskólakeppninni voru veitt árið 2012.
Jón úr Vör fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917 en starfaði lengst af í Kópavogi þar sem hann var hvatamaður að stofnun bókasafnsins og síðar fyrsti bæjarbókavörður bæjarfélagsins.
Jón starfaði að menningarmálum með ýmsum hætti, var til dæmis bæði bóksali og ritstjóri, en fyrst og fremst var hann brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Fjölmargar ljóðabækur hans lifa með þjóðinni og ber þá helst að nefna óð hans til æskustöðvanna, ljóðabálkinn Þorpið.
Jón úr Vör lést 4. mars árið 2000 og var fyrsti ljóðstafurinn veittur á afmælisdegi skáldsins árið 2002.