Kópavogsdagar 2010

mynd213.pngKópavogsdagar verða settir laugardaginn 8. maí næstkomandi. Að venju er boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá. Náttúrufræðistofa Kópavogs lætur ekki sitt eftir liggja á Kópavogsdögum og býður upp á Freyju fisdægru, ævintýri fyrir krakka á leikskólaaldri, Litlar flugur – stórt hlutverk, fyrirlestur um rannsóknir á rykmýi, Fljúga hvítu fiðrildin, sem er yfirlitssýning á flækingsskordýrum, og Af lifun sem er sýning á verkum listamannsins Magnúsar Árnasonar.
Dagskrá Kópavogsdaga árið 2010 hjá Náttúrufræðistofunni.
mynd209.jpgFljúga hvítu fiðrildin: Laugardaginn 8. maí kl. 13:00 Staður: Náttúrufræðistofa Kópavogs. Opnun á sýningu um flækingsfiðrildi á Íslandi í anddyri Náttúrufræðistofunnar. Sýndar verða helstu flækingstegundirnar og upplýsingar veittar um uppruna og líffræði þessara skrautlegu skammtímagesta landsins. Sýningin stendur fram á haust.
mynd210.jpg
Freyja fisdægra: Mánudag 10. maí–14. maí og 17.–21. maí kl. 10:00 og 11:00. Staður: Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs. Ævintýri sniðið fyrir börn á leikskólaaldri um litlar flugur og líf þeirra. Fróðleikur í máli og myndum fluttur í Kórnum og barnadeild Bókasafnsins. Flutt tvisvar á dag, kl. 10:00 og 11:00. Ævintýrið verður einnig haldið vikuna 17. til 21. maí á sama tíma. 
Litlar flugur – stórt hlutverk: Miðvikudaginn 12. maí kl. 12:15–13:00 Staður: Náttúrufræðistofa Kópavogs, Kórinn, fyrirlestrarsalur. Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur á Náttúrufræðistofunni flytur erindi um rykmý á Íslandi og byggir á eigin rannsóknum og gögnum í fórum Náttúrufræðistofunnar. Fjallað verður um rykmý á Íslandi en þessi hópur skordýra, þrátt fyrir að skipa smávöxnum lífverum, gegnir lykilhlutverki í orkubúskap og vistfræði straum- og stöðuvatna á landinu. Erindið hefst kl 12:15.
mynd211.jpg
Af lifun: Laugardaginn 15. maí kl. 15:00. Staður: Náttúrufræðistofa Kópavogs. Opnun á sýningu Magnúsar Árnasonar í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Listir og vísindi eru ólíkar en þó skyldar greinar og hefur saga þeirra oft á tíðum verið samtvinnuð. Á sýningunni eru könnuð tengsl þessara tveggja greina þar sem unnið er út frá sýningarsafni og starfsemi Náttúrufræðistofunnar og veitt innsýn í fegurð hins vísindalega rannsóknarferlis. Með því að varpa ljósi á skörun þessara tveggja greina er ætlað að beina sjónum okkar að flóknu samlífi náttúrunnar og hinu manngerða, staðreyndum sögunnar og skáldskaparins. Sýningarstjórn er í höndum Kristínar Dagmar Jóhannesdóttur og Hilmars J. Malmquist. Sýningin stendur til 15. september.
mynd212.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira