Rannsókn á nýju vatni í toppgíg Oksins

Þann 24. ágúst sl. fór hópur frá Náttúrufræðistofunni upp að toppgíg Oksins, en þar hefur á allra síðustu árum myndast nýtt stöðuvatn í kjölfar jökulbráðnunar.
Samkvæmt GPS mælingum er vatnið í um 1114 metra hæð, en vötn ofan við 1000 metra hæð eru afar fá hér á landi og lausleg athugun bendir til að hið nýja vatn sé það hæsta – að Grímsvötnum undanskildum. Ferðin var farin í þeim tilgangi að kortleggja stærð og dýpi vatnsins og taka sýni til að kanna hvort- og þá hvaða lífverur hafa náð að nema land á þeim skamma tíma sem liðinn er frá myndun vatnsins, en þess varð fyrst vart í ágúst 2007.
Toppgígur Oksins liggur hæst í um 1170 metra hæð. Hann er tvöfaldur þannig að innan megingígsins er annar smærri og liggur vatnið í honum í um 1114 metra hæð. Stærð þess er um 400 x 240 metrar, mesta dýpi um 4,5 m og meðaldýpi er um 2,7 m. Vatnsbotninn er fremur sléttur og harður og raunar bendir ýmislegt til að hann sé að mestu úr ís sem hulinn er afar fíngerðu ólífrænu seti. Vatnshiti var um 1 °C, sýrustig (pH) um 7 og rafleiðni um 5 µS/cm sem er nánast eins og í eimuðu vatni.
mynd215.jpg
Vatnið 7. ágúst 2007
mynd216.jpg
Vatnið 24. ágúst 2010
Ekki varð vart við neitt dýralíf í- eða við vatnið sem greina mátti með berum augum, ef frá eru taldar fáeinar tvívængjur og vorflugur, sem og silkiþræðir eftir köngulær. Ekki sást neinn þörungagróður á steinum og landnám þurrlendisplantna virtist mjög skammt á veg komið. Tekin voru sýni af fjörugrjóti, botnseti og úr vatnsbol til að leita að smásæjum lífverum en einnig voru tekin vatnssýni til mælinga á blaðgrænu og til efnagreininga. 
mynd219.jpg
Leysingarvatn við vatnsbakka
mynd217.jpg
Landnám.
Örvar benda á silkiþræði eftir köngulær Ekki hefur unnist tími til úrvinnslu þeirra upplýsinga sem safnað var, né til að skoða hvað er að finna í þeim sýnum sem safnað var. Þó hefur verið kíkt lauslega á eitt vatnssýni og í því finnast einfruma bifdýr, afar smágerðar þörunga- eða bakteríukeðjur og smágerðir kísilþörungar. Það er því ljóst að vatnið er ekki algerlega lífvana.
mynd218.jpg
Ánægður hópur að loknu góðu dagsverki Stefnt er að því að hraða áðurnefndri úrvinnslu og kynna niðurstöður svo fljótt sem auðið er. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem „ónumið land“ lítur dagsins ljós og ætíð forvitnilegt að fylgjast með landnámi og framvindu á slíkum stöðum. Þá gerir hæð vatnsins það einnig að verðugu rannsóknarefni.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira