Ráðstefna um umhverfismengun

Ráðstefnan Umhverfismengun á Íslandi – vöktun og rannsóknir var haldin þann 25. febrúar sl. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Umhverfisráðuneytisins, Matís og Umhverfisstofnunar. Þátttaka var góð, en yfir 100 manns skráðu sig, alls staðar að af landinu. Flutt voru fjölmörg erindi en einnig voru verkefni kynnt á veggspjöldum.
Efni ráðstefnunnar spannaði íslenska náttúru frá fjallatoppum niður í hyldýpi úthafsins og er óhætt að segja að margt áhugavert sé að gerast í vöktunarrannsóknum hér á landi.
Náttúrufræðistofan tók þátt og kynnti tvö vöktunarverkefni á veggspjöldum. Annars vegar var gerð grein fyrir vöktun blaðgrænu og vatnshita í Þingvallavatni og hins vegar vöktun á eðlisþáttum í vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að skoða veggspjöldin með því að velja tenglana hér fyrir neðan.

VÖKTUN STÖÐUVATNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hilmar J. Malmquist, Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson.
VÖKTUN VATNSHITA OG BLAÐGRÆNU-A Í ÞINGVALLAVATNI
Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
10
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira