Vegleg steinagjöf til Náttúrufræðistofunnar

Náttúrufræðistofu Kópavogs barst fyrir rúmi ári síðan myndarleg steinagjöf úr dánarbúi Ólínu Sigurðardóttur og Dags Daníelssonar á Álfhólsvegi 82. 
Frumkvæði að gjöfinni áttu sonurinn Daníel Dagsson og Guðlaug Snorradóttir. Steinasafnið hefur nú verið flokkað og skráð.  er um að ræða stórt og gott safn steina, með um 200 eintökum víðs vegar að af landinu og nokkrum mjög góðum eintökum af hrafntinnu og geislasteinum. Steinarnir voru tíndir á ferðalögum fjölskyldunnar um landið að sögn Daníels.
Náttúrufræðistofu Kópavogs barst fyrir rúmi ári síðan myndarleg steinagjöf úr dánarbúi Ólínu Sigurðardóttur og Dags Daníelssonar á Álfhólsvegi 82. Frumkvæði að gjöfinni áttu sonurinn Daníel Dagsson og Guðlaug Snorradóttir. Steinasafnið hefur nú verið flokkað og skráð. Að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrufræðistofunnar, er um að ræða stórt og gott safn steina, með um 200 eintökum víðs vegar að af landinu og nokkrum mjög góðum eintökum af hrafntinnu og geislasteinum.
Steinarnir voru tíndir á ferðalögum fjölskyldunnar um landið að sögn Daníels. „Steinarnir heilluðu, litirnir og kristallarnir og svo var svo spennandi að finna eitthvað fallegt úti í náttúrunni“ sagði Guðlaug sem á sitt eigið steinasafn. Hilmar segir að Náttúrufræðistofan eigi fyrir ágætt safn steina frá fyrri tíð, m.a. gjöf frá Axel Kaaber á níunda áratug síðustu aldar, en að ávallt sé fengur að góðum steinum til viðbótar. „Hjá vísinda- og fræðslustofnum eins og Náttúrufræðistofunni skiptir miklu máli að eiga gott úrval af steinum, bæði mismunandi tegundir og ekki síður ólík afbrigði sömu tegundar. Fundarstaður skiptir t.d. miklu máli og veitir upplýsingar um kringumstæður og myndunarsögu landsins og því er akkur í því fyrir náttúrugripasöfn að eiga eintök af sömu tegund frá fleiri en einum stað“ segir Hilmar.
20110407163425691082.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira