Í tilefni nýlegrar umfjöllunar um Lagarfljót…

Vegna umfjöllunar fjölmiðla að undanförnu um Lagarfljót og Kárahnjúkavirkjun er tilhlýðilegt að benda á ný á skýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs og samstarfsaðila um áhrif virkjunarinnar á lífríki vatnsins. Skýrslan kom út árið 2001 og var undirstöðugagn í mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar á vatnalífríki á vatnasviði Jökulsár á Dal, Jökulsár á Fljótsdal og Lagarfljóts.
Skýrslan í heild sinni.
Í 5. kafla um Jökulsár- og Hafursárveitu (bls. 71–83) er m.a. fjallað um fisk í Lagarfljóti og aðliggjandi ám.
Í 8. kafla um Yfirlit yfir vatnavistkerfi er einnig fjallað um fisk og annað lífríki í Lagarfljóti (bls. 159–160).
Í 9. kafla um Verndargildi er m.a. fjallað um almennt og sértækt verndargildi Lagarfljóts (bls. 165–176).
Í 10. kafla um Áhrif á vatnavistkerfi (bls. 177–191) kemur m.a. fram að lífsskilyrði laxfiska, smádýra og þörunga í Lagarfljóti muni versna með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Fyrir laxfiskana, einkum bleikju og urriða, var því spáð að bæði myndu gönguskilyrði versna og vaxtarskilyrði, m.a. vegna minna fæðumframboðs. Framangreindar breytingar voru raktar aðallega til aukningar á rennsli og svifaur úr Hálslóni. Einnig var kólnun Lagarfljóts talin geta rýrt lífræna framleiðslu í fljótinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn

Sjá meira