Kópavogur friðlýsir hluta Skerjafjarðar

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. janúar sl. að friðlýsa hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi.
Samkvæmt því verða friðlýst tvö svæði, annars vegar í Kópavogi (39 ha) og hins vegar í Fossvogi (23,6 ha), alls um 62,6 ha svæði. Samþykktin er í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2004–2008 og 2009–2013.
Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur komið að þessu máli bæði með ráðgjöf og rannsóknum á lífríki svæðisins.
Skerjafjarðarsvæðið í heild hefur alþjóðlegt verndargildi vegna farfuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar, en þar er að finna lífríkar þangfjörur, leirur og grunnsævi sem skapa undirstöðu fyrir afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Svæðið er einnig mikilvægt vegna marhálms og sjávarfitjungs sem hafa takmarkaða útbreiðslu hér á landi, en marhálmur er ein aðal fæða margæsar.
Í Fossvogi og í Kópavogi er stór hluti af leirum á Skerjafjarðarsvæðinu. Fræðslugildi svæðisins er mikið með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott. Strandlengjan er vinsæl til útivistar og í Fossvogi eru iðkaðar siglingar og aðrar sjóíþróttir.
Markmið friðlýsingarinnar er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla. Jafnframt er markmiðið að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í líffræðilegri fjölbreytni og samrýmist verndun búsvæða fugla.
Í tillögu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar og Umhverfisstofnunar til umhverfisráðherra eru skilgreind mörk og skilmálar friðlýsingarinnar. Verið er að auglýsa tillöguna og kynna, m.a. á vef Kópavogsbæjar og á vef Umhverfisstofnunar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira