Sumarnámskeið Náttúrufræðistofu Kópavogs

Daganna 11. júní  – 15. júní verður boðið upp á vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir 10 til 12 ára börn.
mynd83.jpg
Markmið námskeiðs- ins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð. Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Tekin verða sýni sem unnið verður úr á rannsóknastofu. Þar verða þau mæld, skoðuð í smásjá og niðurstöðurnar skráðar í vinnubækur.
Námskeiðið stendur frá 10:00 – 15:00 dag hvern.
Þátttakendur mæti með nesti, stígvél og hlífðarföt. Leiðbeinendur verða starfsmenn Náttúrufræðistofunnar. Námskeiðsgjald er 7500 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 12 börn.
Skráning fer fram á sumarvef Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira