Rannsóknir á vatnagróðri

Í sumar hafa starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs unnið að því að rannsaka gróður í vötnum á landinu sunnan- og vestanverðu. Rannsóknirnar eru hluti af umfangsmiklu verkefni sem gengur undir heitinu Natura Ísland og stýrt er af Náttúrufræðistofnun Íslands. Verkefnið hófst fyrr á árinu og því lýkur árið 2014.
20120817154020878760.jpg
Í Natura Ísland er unnið með vistkerfi á landi, í fjöru og ferskvatni og þau flokkuð í mismunandi vistgerðir með tilliti til gróðurs. Að auki fara fram sérstakar rannsóknir á fuglum.
Verkefnið Natura Ísland er unnið í samræmi við vistgerðatilskipun Evrópusambandsins (EU Habitat directive) og fuglatilskipun Evrópusambandsins (EU Bird directive). Meginmarkmið Natura Ísland er að tryggja líffræðilega fjölbreytni og sjálfbæra þróun, nýtingu og stjórnun vistgerða og tegunda á Íslandi.
Verkhluti Náttúrufræðistofu Kópavogs í Natura Ísland snýr að vistgerðum í ferskvatni og taka rannsóknirnar bæði til straum- og stöðuvatna. Um er að ræða fyrstu skipulegu kortagerð á útbreiðslu og tegundasamsetningu vatnagróðurs í landinu. Vettvangsvinnan í ár hófst um miðjan júlí og mun ljúka í lok ágúst. Til að byrja með hefur vinnan beinst að stöðuvötnum og hefur rannsóknum þegar verið lokið í 30 stöðuvötnum.
Tveir þriggja manna hópar starfa samtímis hvor í sínu vatni. Siglt er eftir fyrirfram gefnum lang- og þversniðum samkvæmt GPS-ferlum og gerðar athuganir á hnitskráðum stöðvum með reglulega millibili. Á meðal þess sem er athugað er gróðurþekja á botni og tegundasamsetning botnlægra háplantna, mosa og þörunga. Jafnframt eru efri og neðri dýptarmörk gróðurs könnuð og vatnssýni tekin úti í vatnsbolnum til efnagreininga og mælinga á magni blaðgrænu-a. Þá eru mæld sjóndýpi, hitastig, sýrustig og rafleiðni.
20120817154027647594.jpg
Í Hofgarðatjörn á Snæfellsnesi. Maður og hestur í tjarnablöðkubreiðu. Ágúst 2012 
20120817154031852851.jpg
Tjarnablaðka (Perscaria amphibia) í Hofgarðatjörn á Snæfellsnesi. Ágúst 2012.
Um 30 tegundir háplantna hér á landi lifa að miklu eða öllu leyti á kafi í vötnum. Einna algengastar og hvað mest áberandi eru síkjamari (Myriophyllum alterniflorum) og nokkrar nykrur, einkum grasnykra (Potamogeton gramineus), fjallnykra (P. alpinus), þráðnykra (Stuckenia filiformis) og blöðkunykra (Potamogeton natans). Á meðal þörunga eru mest áberandi stórvaxnir kransþörungar af ættkvíslinni Nitella. Vatnanálin (Nitella opaca) er líklega algengasti vatnagróðurinn í íslenskum stöðuvötnum en hvað fágætasta plantan er sennilega tjarnablaðka (Persicaria amphibia) sem aðeins er kunn á þremur stöðum á landinu.
20120817154019965435.jpg
Hjartanykra (Potamogeton perfoliatus) í Sauðlauksdalsvatni í Patreksfirði. Júlí 2012.
20120817154024168507.jpg
Þverölduvatn á Sprengisandi. Júlí 2012.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira