Safnanótt 2013

Safnanótt árið 2013 verður haldin föstudaginn 8. febrúar, en þá munu söfn og aðrar menningarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem stendur yfir milli kl. 19 og 24. Að venju tekur Náttúrufræðistofa Kópavogs þátt í Safnanótt og býður upp á tvo atburði.
20130201131052992275.jpg
Bessadýr í Blávatni er heiti erindis þar sem Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar, fjallar um nýmyndað stöðuvatn í fornum eldgíg í toppi Oksins í Borgarfirði og það sérstæða lífríki sem þar er að finna. Erindið hefst kl. 19:30.
Fyndnar furðuverur! er heiti dagskrárliðar sem hefst kl. 20:30. Þar spjallar Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður við safngesti um dýrslegar, fyndnar og furðulegar myndastyttur sínar sem eru til sýnis í anddyri Náttúrufræðistofunnar.
Auk framangreindra atriða stendur Bókasafn Kópavogs fyrir metnaðarfullri dagskrá eins og sjá má í sameiginlegri dagskrá Safnahússins. Dagskrár annarra safna í Kópavogi er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar. Allar upplýsingar um uppákomur kvöldsins er að finna á vef Safnanætur en einnig á fésbókarsíðu og vef Vetrarhátíðar í Reykjavík. Sérstök athygli er vakin á Safnanæturleiknum, ásamt því að hægt er að komast frítt milli staða með Safnanæturstrætó.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira