Dagur Íslenskrar náttúru 2013

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn mánudaginn 16. september nk. og er þetta í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Viðburðum þennan dag hefur fjölgað gífurlega á þessum árum og stofnanir og samtök víðsvegar um landið bjóða upp á margvíslegar uppákomur. Dagskrána má sjá á vef Umhverfisráðuneytisins.
20130913161840304180.jpg
Dagur íslenskrar náttúru þann 16. september var útnefndur til heiðurs Ómari Ragnarssyni fréttamanni á sjötugsafmæli hans árið 2010, en dagurinn er fæðingardagur Ómars. Eins og kunnugt er hefur Ómar um langt skeið verið afar ötull við að vekja máls á náttúruvernd og hvetja til góðrar umgengni um landið og náttúruna.
Hinn 16. september var útnefndur dagur íslenskrar náttúru til heiðurs Ómari Ragnarssyni fréttamanni á sjötugsafmæli hans árið 2010, en dagurinn er fæðingardagur Ómars. Eins og kunnugt er hefur Ómar um langt skeið verið afar ötull við að vekja máls á náttúruvernd og hvetja til góðrar umgengni um landið og náttúruna.
Á vef Umhverfisráðuneytisins má finna dagskrá viðburða sem ýmsar stofnanir og samtök standa fyrir og eru viðburðirnir afar fjölbreyttir. Í Kópavogi er staðið fyrir tveimur viðburðum, kl. 17:30 stendur Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fyrir fræðslugöngu um trjásafnið í Meltungu, austast í Fossvogsdal. Trjásafnið í Meltungu, að meðtöldum sk. Yndisgarði, telur nú um 570 tegundir trjáa og runna víðsvegar að úr heiminum og er orðið eitt það stærsta hérlendis. Gengið verður um staðinn undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Upphafsstaður fræðslugöngunnar er við austurenda Kjarrhólma. Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
Í Menntaskólanum í Kópavogi fara nýnemar á bóknámsbrautum í gönguferð um Kópavog og kynna sér náttúru og sögustaði. Þá hefjast í skólanum árlegir umhverfisdagar 16. september og er sérstök áhersla lögð á náttúru Íslands. Náttúrufræðistofan mun þar kynna starfsemi sína, þó einkum rannsóknir, fyrir nemendum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira