Haldið var uppá afmæli Náttúrufræðistofunnar

Náttúrufræðistofan heldur um þessar mundir uppá 30 ára afmæli sitt. Laugardaginn 7. desember var af því tilefni opnuð sýning  í sölum Náttúrufræði- stofunnar á munum úr upprunasöfnum hennar.
20131220145955913295.jpg
Kópavogsbær keypti þrjú söfn til að leggja grunn að safngripum Náttúrufræðistofunnar en það voru fuglasafn Hans Jörgensonar, skólastjóra, steinasafn Halldórs Pjeturssonar og Svövu Jónsdóttur og svo skeljasafn Jóns Bogasonar. Þá eru einnig á sýningunni eftirprentanir af teikningum Jóns Bogasonar af skel- og krabba dýrum en Jón var hagleiks teiknari. Einnig hafa verið dregin fram nokkur skjöl sem varða aðdragandann að stofnun Náttúrufræðistofunnar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri flutti ávarp við þetta tækifæri þar sem hann reyfaði m.a. hugmyndir sem bæjaryfirvöld hafa lagt fyrir mennta og menningarmálaráðherra þess efnis að starfsemi Náttúruminjasafns íslands fái aðstöðu í Safnahúsinu í Hamraborg.
Að lokum var gestum og gangandi boðið var uppá tertu í tilefni afmælisins.
20131220145958543004.jpg
20131220145957394553.jpg
20131220145958758480.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira