Menningarhátíð í Kópavogi laugardaginn 16. maí

Fjölbreytt dagskrá verður í menningarhúsum Kópavogs laugardaginn 16. maí. Upplestur, tónlistarflutningur, uppistand og sýningaropnanir eru á meðal viðburða.
20150513164722235149.jpg
Á Náttúrufræðistofu Kópavogs verða tveir viðburðir. Klukkan 13 verða afhjúpaðir fuglar sem stoppaðir voru upp á Safnanótt 6. febrúar s.l.. Klukkan 15 verður fræðslufyrirlesturinn Fossvogur, fjörur og ferðalangar, hugleiðingar um lífríki og skipulag á Skerjafjarðarsvæðinu. Fjallað verður um stöðu skipulagsmála í dag, friðlýsingar og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Brynja Davíðsdóttir hamskeri setti upp vinnustofu í anddyri stofunnar á Safnanótt í febrúar s.l. og vann að uppstoppun á þremur fuglum, fálka, hettumáfi og sílamáfi. Um 700 manns heimsóttu Safnahúsið á Safnanótt og vakti Brynja verðskuldaða athygli gesta með iðju sinni. Nú eru fuglarnir tilbúnir til sýningar og munu þeir fyrst um sinn prýða anddyri Safnahússins. Fuglarnir verða afhjúpaðir kl. 13. Haraldur Rafn Ingvason heldur erindi um skipulagsmál í Fossvogi og Skerjafirði. Undanfarin ár hafa Kópavogsbær, Garðabær og Álftanes friðlýst svæði innan sinna bæjarmarka sem mikilvæg eru fyrir lífið í firðinum. Einnig eru uppi ýmsar hugmyndir um framkvæmdir t.d. brú yfir Fossvog. Staða Skerjafjarðar verður hugleidd í ljósi friðunar og skipulagsmála og hefst fyrirlesturinn kl. 15 í Kór Safnahússins.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Salurinn
26
ágú
28
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR