Þann 1. september 2016 mun opnunartími Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs breytast. Mánudaga til fimmtudaga færist opnunartíminn fram um eina klukkustund og því verður húsið opnað kl. 9:00 og lokað kl. 18:00. Föstudagar verða óbreyttir, opnað kl. 11:00 og lokað kl. 17:00. Helsta breytingin er lengdur opnunartími á laugardögum en þá opnar húsið kl. 11:00 og lokar kl. 17:00. Vonum við að þessi breyting verði til bóta fyrir gesti en hún er m.a. gerð til samræmingar við opnunartíma Gerðarsafns og annara menningarstofnana á höfuðborgarsvæðinu.