Safnanótt á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Safnanótt verður haldin þann 3. febrúar og mun Náttúrufræðistofan standa gestum opin eins og fyrri ár. Að þessu sinni verður boðið upp á tvo viðburði, sýningu sem stendur allt kvöldið, þar sem spáð er í tilgang náttúrufræðisafna og svo erindi, þar sem spurt er hvort náttúrufræðisöfn séu úrelt fyrirbæri. Dagskráin hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 23:00.
20170131111755465435.jpg
18:00–23:00 Náttúrufræðisafn, til hvers? Þrátt fyrir að fyrirbærið náttúrugripasafn sé fremur ungt sögulega hefur það breyst mikið í tímans rás. Fyrstu náttúrufræðisöfnin minntu á nokkurs konar skemmtigarða, þar sem sýningargripum ægði saman og var vandlega gætt af þungbúnum safnvörðum, meðan söfn dagsins í dag eru upplýsingamiðstöðvar um náttúrufræðileg málefni fyrir almenning og sérfræðinga. verður um þessa þróun og sýnd dæmi um áherslur á mismunandi tímum, s.s. í uppsetningu fugla, en einnig verður skyggnst inn í náttúrufræðisafn framtíðarinnar.
20:00–21:00 Náttúrufræðisafn, úrelt fyrirbæri? Til sýnis verður náttúrufræðingur sem veltir fyrir sér sögu og tilgangi náttúrufræðisafna. Eru náttúrufræðisöfn í svipaðri stöðu og risaeðlurnar fyrir 65 milljónum ára eða er framtíðin björt? Erindið verður vonandi í léttum dúr og er þess vænst að upptalningum á þurrum staðreyndum verði haldið í lágmarki, en meira lagt upp úr samtali við gesti viðburðarins.
Fjöldi annara viðburða verður í boði í menningarhúsum Kópavogs og má fræðast um þá á vef Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira