Það sér til sólar

Nú bregður svo við að sólin skín á suðvesturhorninu og ekki er útlit fyrir rigningu fyrr en eftir tvo daga. Þetta er klárlega fréttaefni!
Þetta verða að teljast nokkur tíðndi. Ekki einungis hafa síðustu vikur verið með þungbúnara móti heldur hefur fjöldi sólskinsstunda í júní ekki mælst minni í síðan 1914. Þessar uppbyggilegu staðreyndir ásamt ýmsu fleiru er að finna á vef Veðurstofu Íslands.
Þessi veðrátta hefur áhrif á marga þætti og einn þeirra er magn frjókorna í lofti. Þannig sýna mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands að magn birkifrjókorna var lágt framan af sumri sem er bein afleiðing votviðrasamrar verðáttu.
Smádýralíf virðist hins vegar í blóma þrátt fyrir veðráttuna. Ljóst er að meindýr á borð við birkikembuna hafa ekki orðið fyrir teljandi skakkaföllum, þar sem all víða má nú sjá töluverðar skemmdir á birkilaufi. Það sem allir spyrja sig hins vegar að er hvernig geitungunum muni reiða af, enda eru geitungar og afkoma þeirra eitthvað sem allir hafa áhuga á. 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn

Sjá meira