Af verkefnum sumarsins

Fjögur af rannsóknarverkefnum sumarsins hafa m.a. það markmið að kanna hvort greina megi breytingar á vatnalífríki eftir því sem tímar líða.
Tvö þessara verkefna hafa staðið yfir í nokkur ár. Annars vegar er um að ræða mælingar á ástandi nokkurra vatna á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar mælingar á vatnsgæðum Þingvallavatns. Bæði þessi verkefni hafa þann tilgang að efla grunnþekkingu, vakta ástand og nema mögulegar breytingar s.s. vegna mengunar eða hlýnunar.
Þriðja verkefnið tengist einnig Þingvallavatni, en á áttunda áratug síðustu aldar var ráðist í rannsóknir á lífríki á hörðum strandbotni frá yfirborði og niður á 8 m dýpi. Þessi sýnataka hefur nú verið endurtekin með sömu aðferðum og beitt var á sínum tíma. Tilgangurinn er að kanna hvort greina megi breytingar á lífríkinu, en einnig að til séu gögn um ástandið í dag handa rannsakendum framtíðarinnar.
Myndin hér að neðan sýnir hnullunga á hörðum botn í Þingvallavatni. Myndina tók Þorvaldur Hafberg.
harður botn.jpg
Fjórða verkefnið beinist að Reykjavíkurtjörn, en að mörgu leiti má segja að þar sé vatnshlot í vanda statt. Þó hefur ástandið farið batnandi á undanförnum árum, í kjölfar aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að bæta vatnsgæði og ásýnd. Verkefni sumarsins í Tjörninni byggir á fyrri rannsóknum og er sjónum nú aðallega beint að hornsílum og vatnagróðri, en á undanförnum árum hafa orðið stakkaskipti hvað varðar gróðurfar. Þannig hefur Tjörnin breyst úr því að vera nánast gróðurlaus yfir í að vera nú kafgróin að stærstum hluta.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
06
mar
Bókasafn Kópavogs
06
mar
Gerðarsafn
07
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
mar
Bókasafn Kópavogs
08
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira