Jarðfræði

Í jarðfræðihluta safnsins er gerð grein jarðfræði Íslands í máli og myndum.

Í jarðfræðihluta safnsins er gerð grein jarðfræði Íslands í máli og myndum. Þar er einnig fjölbreytt steinasafn, þar sem sjá má sýnishorn af algengustu berggerðum landsins, ásamt margs konar holufyllingum, útfellingum og steingervingum. Hér að neðan er fjallað um ákveðin atriði og fyrirbæri í jarðfræði Íslands og áhersla lögð á það sem finna má hér á safninu.


Landrek – Flekaskil

Gosbelti og virk eldstöðvakerfi

Jarðmyndanir

Bergtegundir og steindir

Andesít er ísúrt gosberg (52-65% SiO2) sem stendur á milli basalts og líparíts að samsetningu. Það er bundið við megineldstöðvar.

Basalt er basískt gosberg (<52% SiO2). Helstu frumsteindir í basalti: Plagíóklas, pýroxen, ólívín og seguljárnsteinn. Af basalti eru til ýmis afbrigði. Milli 80 – 90% af öllu storkubergi hér á landi er úr basalti.

Djúpberg storknar sem misstórir berghleifar eða eitlar í kvikuhólfum á um eða yfir 1 km dýpi í jarðskorpunni. Við landris og veðrun löngu síðar koma djúpbergslögin í ljós.

Holufyllingar. Þegar heitt vatn leikur um holrými í berggrunni jarðar leysast ýmis steinefni upp úr berginu. Þegar vatnið kólnar falla steinefnin úr upplausn og mynda kristalla. Ef holur og glufur eru í berginu vaxa kristallarnir og klæða eða fylla holrýmið að innan og myndast þá holufyllingar.

Molaberg (setberg) er samþjöppuð bergmylsna úr storkubergi. Bergmylsnan myndast vegna veðrunar og rofs þar sem áhrif hitastigs, vatns og vinda spila saman.

Rhyolít (líparít) er dulkornótt eða glerkennt súrt gosberg (>65% SiO2), oft ljóst að lit. Það er oft straumflögótt með mislitum röndum. Það finnst um allt land en minnst þó á vestfjörðum. Helstu frumsteindir í ljósgrýti: Kvars, ortóklas, plagíóklas og glimmer (vatnsblönduð kalí-ál-siliköt). Af ljósgrýti eru til nokkur afbrigði.

Helstu heimildir:
Jarðfræði. Höf: Þorleifur Einarsson. Útg. Mál og menning 1985.
Íslenska steinabókin. Höf: Kristján Sæmundsson, Einar Gunnlaugsson og Grétar Eríksson. Útg. Mál og menning 1999.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
nóv
Salurinn
21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira