Haftyrðill í ógöngum

Krakkar á leikskólanum Kópasteini rákust á fremur lítinn og dálítið sérkennilegan fugl, sem virtist eiga í einhverjum vandræðum. Búið var um fuglinn í skókassa og síðan rölt með hann til okkar á Náttúrufræðistofunni, til að fá úr því skorið hvað þarna væri á ferðinni.
Um var að ræða haftyrðil og virtist hann vera við þokkalegustu heilsu. Því var ákveðið að hópurinn færi með hann niður í Fossvog og sleppti honum þar, enda haftyrðlar eindregnir sjófuglar sem geta lent í hinum mestu ógöngum á landi.
Haftyrðill telst til hóps svokallaðra svartfugla ásamt fuglum eins og álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu. Haftyrðlar eru hánorrænir varpfuglar sem að sumarlagi halda til við heimskautalönd á borð við Grænland og Svalbarða, en hafa vetursetu á norðanverðu Atlantshafi, þar með talið við Ísland.
Hin rysjótta veðrátta undanfarið virðist hafa valdið því að þessa smávöxnu sjófugla hefur hrakið upp á land og er þetta þriðji fuglinn frá áramótum sem við höfum fregnir af. Hinir tveir fundust dauðir í húsagörðum, annar í Kópavogi en hinn í Staðarhverfi í Grafarvogi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
sep
Salurinn
21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

22
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR