Niðurstöður rannsókna birtast í vísindatímaritum

Rannsóknir eru einn af meginþáttum starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs og nú eru að birtast tvær greinar í erlendum vísindatímaritum, auk tveggja greina í Náttúrufræðingnum sem tengjast rannsóknum stofunnar. 
Nýlega kom út grein um íslensk skelkrebbi (Ostracoda), sem eru smávaxin botnlæg krabbadýr sem finnast í vötnum víða um land. Aðalhöfundur greinarinnar, Jovana Alkalaj var  sumarstarfsmaður á Náttúrufræðistofunni árið 2012, en greinin er hluti af doktorsverkefni hennar. Efniviður þess verkefnisins byggir m.a. á rannsóknarverkefnum sem stofan hefur staðið að.  Einnig hefur stafsfólk Náttúrufræðistofunnar, sem jafnframt eru meðhöfundar að greininni,  sinnt aðstoð og leiðbeint við úrvinnslu verkefnisins.
Þá er um það bil að koma út grein þar sem fjallað er um tegundasamsetningu og dreifingu kransþörunga í vötnum á íslandi, en efnivið í greinina var að stórum hluta safnað þegar unnið var að flokkun íslenskra vistgerða á árunum 2012–2016. Kransþörungar vaxa frá yfirborði og niður á nokkurt dýpi og geta myndað miklar gróðurdyngjur. Þeir þola meira dýpi en æðplöntur og mynda oft gróðurbelti þar sem æðplöntum sleppir.
Þá eru væntanlegar tvær greinar í næsta hefti Náttúrufræðingsins, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags. Þær byggja á rannsóknum í Þingvallavatni, en þar hefur frá árinu 2007 verið keyrt vöktunarverkefni sem tekur til lífríkis í svifvist vatnsins, en að auki hefur verið fylgst náið með vatnshita frá árinu 2010. Greinarnar fjalla annars vegar um samfélög svidfýra og samspil þeirra við vatnshita og aðra umhverfisþætti og hins vegar um þróun vatnshita í Þingvallavatni á undanförnum áratugum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
maí
08
jún
Salurinn
12
maí
Bókasafn Kópavogs
13
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Salurinn
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn

Sjá meira