Vöktun í Þingvallavatni hafin, tólfta árið í röð

Á dögunum fóru starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs í fyrstu ferð sumarsins á Þingvallavatn, í þeim tilgangi að koma fyrir mælibúnaði og afla gagna.
Vöktun Náttúrufræðistofu Kópavogs á svifi og umhverfisþáttum í Þingvallavatni hófst árið 2007 og hefur staðið óslitið síðan. Verkefnið hefur þróast í tímans rás en grunnurinn hefur þó alltaf verið sá sami, að afla sýna af lífverum í svifvist vatnsins og fylgjast með helstu þáttum í umhverfi þeirra s.s. vatnshita.
Í þessari ferð var síritandi hitamælum komið fyrir á mælistöð þar sem samfelldar hitamælingar að sumarlagi hafa farið fram síðan 2010. Um er að ræða mæla sem skrá hita á klukkustundar fresti, og er tíu mælum komið fyrir með jöfnu millibili frá 4 m dýpi niður á 40 m. Því til viðbótar hafa verið gerðar sumarhitamælingar í eitt skipti í dýpsta hluta vatnsins, vestan Sandeyjar þar sem mælt var með sama hætti niður á 100 m dýpi og í fáein skipti hafa mælingar verið gerðar að vetri. Þessar mælingar gefa nýja sýn á hitabúskap Þingvallavatns og eru orðnar einstakar á landsvísu.
Þá var einnig komið fyrir fastri bauju sem markar helstu sýnatökustöðina í vöktuninni. Dýpi þar sem baujan liggur er milli 70 og 80 m, en sýni eru tekin allt niður á 65 m dýpi. Þegar búið var að koma baujunni fyrir voru sýni tekin og gekk allt samkvæmt áætlun.
Þingvallavatn19_1.jpg
 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
okt
Salurinn
16
okt
Gerðarsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR