Erlendir gestir í heimsókn

Síðustu vikuna hefur fjölþjóðlegur hópur leikskólakennara á vegum Erasmus+ verkefnisins verið í heimsókn hjá leikskólanum Marbakka, þar sem hann hefur m.a. fræðst um aðferðafræði og faglegt starf skólans.
Marbakki var einn þeirra leikskóla sem þátt tók í samstarfsverkefninu Fuglar & fjöll í tengslum við Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2019. Að því tilefni var erlendu gestunum boðið í heimsókn í Menningarhúsin þar sem verkefnastjórar héldu kynningu á verkefninu sem og helstu áherslum í starfi Menningarhúsanna.
Góður rómur var gerður að kynningunni og höfðu erlendu gestirnir á orði að um metnaðarfullt verkefni hefði verið að ræða sem greinilega hefði falið í sér mikla samvinnu en einnig frelsi hvers skóla fyrir mismunandi nálganir – og augsýnilegt væri að þátttaka og sköpunarkraftur barnanna hefði verið í öndvegi.
Gestirnir lýstu einnig yfir eindreginni hrifningu á hugmyndafræði, framkvæmd og fjölbreytni Barnamenningarhátíðar í heild sinni. Slík endurgjöf hvetur svo sannarlega til dáða!
verkefnastj..jpg
Verkefnastjórar Náttúrufræðistofu og Menningarhúsanna.
undirbún..jpg
Allt klárt fyrir kynningu!
fjölþj.hóp1.jpgfjölþj.hóp2.jpg
Fjölþjóðlegur hópur leikskólakennara frá Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Spáni.
F&F sýningaropnun.jpg
F&F opnun 3.jpg
F&F opnun 41.jpg
Svipmyndir frá sýningaropnun Fugla & fjalla á Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2019.
F&F_1-2B.jpg
Svipmynd frá Fugla & fjalla-smiðju 1. og 2. bekkinga á Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2019.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
sep
Salurinn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR