Bjartari tímar framundan á Bókasafni Kópavogs

Bókasafn Kópavogs mun loksins opna aftur gestum og gangandi þann 4. maí en það hefur verið lokað frá því 11. mars vegna verkfalls Eflingar í Kópavogsbæ og síðan fylgdi í kjölfarið áframhaldandi lokun vegna COVID-19 faraldursins.
Þrátt fyrir að bókasafnið hafi verið lokað hafa starfsmenn verið að störfum á bak við luktar dyr safnsins. Einnig hafa sumir starfsmenn unnið að ýmsum verkefnum að heiman til þess að auðvelda framkvæmd tveggja metra reglunnar á vinnusvæðinu. Verkefnin hafa verið fjölmörg og fjölbreytt sem unnin hafa verið á meðan lokun stóð. Þar mætti sem dæmi nefna plöstun og frágang bóka, endurröðun í hillum, grisjun og tiltekt, skipulagningu viðburða og dagskrár næstu mánaða svo og gerð fræðsluefnis fyrir skólahópa. Starfsfólk hefur einnig verið duglegt að lesa á milli anna til þess að geta leiðbeint lánþegum enn betur um lesefni þegar bókasafnið opnar á ný. Nánari upplýsingar varðandi þjónustu við opnun verða kynntar þegar nær dregur og verða reglur í samræmi við leiðbeiningar frá yfirvöldum. Við hlökkum til að taka á ný á móti lánþegum okkar og gestum á fyrstu sumardögum þessa árs. Gleðilegt sumar!

Frétt birtist áður í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
maí
08
jún
Salurinn
13
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Salurinn
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn
19
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira