Aðalsafn opnar eftir verkfall

Verkfalli félagsfólks Eflingar í Kópavogi hefur verið aflýst. Aðalsafn Bókasafns Kópavogs opnar að nýju mánudaginn 11. maí kl. 12:00.
Safngestir eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér eftirfarandi tilmæli vegna COVID-19 og fylgja þeim eftir bestu getu:

Allir gestir þurfa að sótthreinsa hendur áður en gengið er inn á safnið.
Gestafjöldi verður takmarkaður og tveggja metra reglan verður í gildi. Gestir eru beðnir um að sýna þolinmæði og virða fjarlægðartakmarkanir.
Gögnum skal skilað á þar til gerða skilavagna inni á safninu eða í skilalúgu fyrir utan aðalsafn.
Set- og lesaðstöður verða lokaðar og afþreying, kaffi og vatn verður ekki í boði.
Eingöngu verður tekið við snertilausum greiðslum.
Gestir í áhættuhópum eru hvattir til að koma á safnið fyrir hádegi og aðrir eftir hádegi.
Gestir eru hvattir til að dvelja ekki lengi á safninu.
Gögn sem átti að skila á meðan á lokun stóð hafa verið endurnýjuð til 14. maí. Sektir reiknast frá 14. maí sé gögnum ekki skilað fyrir þann dag.
Gildistími lánþegaskírteina sem voru í gildi 23. mars hefur verið lengdur um 42 daga.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira