Vatnalífríki Reykjavíkurtjarnar

Staða Reykjavíkurtjarnar hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum vikum, þá aðallega í tengslum við fuglalíf og vatnsbúskap. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á ásýnd Tjarnarinnar sem skapast af því að vatnagróður hefur náð sér á strik, en í rannsókn sem gerð var árið 2007 fannst lítill sem enginn gróður í Tjörninni. Gróðurframvindan hefur því orðið á fremur stuttum tíma og nú er Tjörnin nánast algróin vatnaplöntum.
Í Tjörninni lifir mergð hornsíla, sem aftur lifa aðallega á mýflugulirfum og krabbadýrum. Í vöktunarverkefni sem Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg, hefur þessum dýrahópum verið fylgt eftir en jafnframt hefur þekja og tegundasamsetning vatnagróðurs verið metin.
Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hornsíli þrífast með miklum ágætum í Tjörninni og finnast þau í töluverðum þéttleika þótt sveiflur séu milli ára. Smádýrasamfélög eru fábreytt og samanstanda af smávöxnum tegundum, oft í gríðarlegum þéttleika. Vart hefur orðið við örfáa einstaklinga stórvaxnari tegunda sem væntanlega fylgja aukinni útbreiðslu vatnagróðurs.
Helstu niðurstöður má túlka sem hægfara framvindu í átt að bættri vistfræðilegri stöðu Tjarnarinnar. Vatnsgæði eru þó í lakara lagi á íslenskan mælikvarða og fábreytni tegunda bendir til að vistfræðilegt ástand Tjarnarinnar sé ennþá fremur slakt.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn

Sjá meira