Á flótta í sínu eigin landi

Jasmina Vajzović Crnac, verkefnastjóri fjölmenningar, kemur í Menningu á miðvikudögum þann 23. september n. k. og fjallar um reynslu sína af stríði og flótta þegar hún var barn í gömlu Júgóslavíu.

Bosníu stríðið hófst 1991 og lauk ekki fyrr en 1995. Bosnía og Hersegóvína er samansett af nokkrum þjóðarbrotum: Bosníumönnum, Serbum og Króötum. Allt þjóðarbrot með ólík trúarbrögð og ólíkar áherslur og allir snerust gegn öllum þegar stríðið skall á. Jasmina bjó í þeim hluta landsins þar sem meirihlutinn voru Serbar en hennar fjölskylda skilgreindi sig sem Bosnísk og þau tilheyrðu því minnihluta þegar stríðið skall á. Á þeim tíma var Jasmina eingöngu 11 ára gömul og fór að upplifa höfnun af höndum vina og kunningja í hverfinu sínu.


Ofsóknir og andlegt ofbeldi

Hermenn fóru að fara inn á nágrannaheimili til að fjarlægja karlmenn af heimilum, karlmenn sem sáust síðan jafnvel ekki aftur. Þau tórðu undir aðstæðum ofsókna og andlegs ofbeldis í tvö ár þar sem foreldrar hennar misstu vinnuna sína, pabbi hennar var settur í kauplausa nauðungarvinnu og missti fjölskyldan að lokum íbúðina sína. Þá fluttust þau heim til ömmu Jasminar þar sem þau bjuggu í einu herbergi, fjögurra manna fjölskylda.

„Amma setti þykkt teppi fyrir gluggana á kvöldin til að láta sem enginn væri heima … en teppið var falskt öryggi … ef þeir ætluðu að koma og ná í okkur þá myndu þeir ná okkur“, segir Jasmina með tárin í augunum þegar hún talar um þennan tíma. Eftir það tók við tveggja ára tímabil þar sem fjölskylda Jasminu var á flótta í sínu eigin landi. Fjölskyldan lifði af og endaði loks á Íslandi þegar Jasmina var um 15 ára og í erindi sínu ætlar Jasmina að fjalla um þennan tíma í lífi sínu, hvaða áhrif stríð og flótti hefur á fólk og hvað það er mikilvægt að við, sem manneskjur, pössum okkur á því að „flokka ekki fólk í við og þið“.

Erindið verður haldið á 1. hæð Bókasafns Kópavogs klukkan 12.15-13.00 miðvikudaginn 23. september og eru allir velkomnir.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Bókasafn Kópavogs
03
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
03
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
05
feb
Bókasafn Kópavogs
05
feb
Bókasafn Kópavogs
05
feb
Bókasafn Kópavogs
05
feb
05
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira