Vetrarleikur

Lífljómun.jpgÞað er kannski dæmi um hve sérstök veðráttan hefur verið þennan vetur að lungann úr hörðustu vetrarmánuðum, febrúar og mars, hefur verið í gangi ratleikurinn LÍFLJÓMUN.  Leikurinn byggir á að finna faldar vísbendingar á útisvæðinu við menningarhúsin og nýta þær til að finna lausnarorð sem falið er í upplýsingaskiltum í gluggum Náttúrufræðistofunnar.
Um er að ræða viðburð sem settur var upp fyrir vetrarhátið, en vegna aðstæðna var ekki hægt að taka á móti gestum, eða vera með viðburði innandyra eins og alla jafna. Því var brugðið á það ráð að stofna til spennandi útiviðburðar sem hægt væri að leysa jafnt í myrkri sem dagsbirtu. Leikurinn þótti takast vel og var ákveðið að framlengja hann fram í mars, eða eins og „veður leyfði“. Skemmst er frá því að segja að vart hefur komið snjókorn úr lofti meðan ratleikurinn hefur verið í gangi og raunar hefur veður verið með  endemum aðgerðarlítið miðað við árstíma.
En hér með er búið að „jinxa“ þessu og örugglega skítaveður framundan þessa seinustu viku sem áformað er að leikurinn standi…

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
apr
Bókasafn Kópavogs
15
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
17
apr
Gerðarsafn
22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

Sjá meira