Leggjum línurnar hlýtur styrk

Verkefni Náttúrufræðistofunnar Leggjum línurnar hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er hannað fyrir 10. bekk grunnskóla og snýst í stuttu máli um að efla vitund ungmenna um loftslagsmál í víðu samhengi með samblandi af fræðslu og verklegum úrlausnarefnum þar sem unnið verður með raunveruleg gögn á stórum og smáum skala.
Nemendur fá innsýn í vísindaleg vinnubrögð og meðhöndlun gagna þar sem annars vegar verður unnið með veðurgögn sem nemendur safna í nærumhverfi sínu og hins vegar aðgengileg gögn um veðurfar og loftslag erlendis frá.
Miðað er við að hver hópur taki fyrir loftslagsþróun í einu landi yfir langt tímabil og vinni á form sem kallast loftslagslínur. Í lokin verða loftslagslínur allra hópanna teknar saman og heildarmynd loftslagsbreytinga síðustu áratuga skoðuð á heimsvísu á samræmdu myndrænu formi. Leitast verður við að opna augu nemenda fyrir „stóru myndinni“ og samhengi hlutanna hvað loftslagsmál og loftslagsvána varðar, en ekki síður að valdefla þá og hvetja til eigin lausnaleitar og aðgerða.
Alls bárust 158 umsóknir og af þeim hlutu 24 styrk. 
https://www.rannis.is/frettir/sjodir/uthlutun-ur-loftslagssjodi-2021

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn

Sjá meira