Spennandi tækifæri í hjarta Kópavogs

Gerðarsafn leitar að rekstraraðila veitingasölu í einstöku umhverfi á besta stað í Kópavogi.


Gerðarsafn leitar að rekstraraðila veitingasölu í einstöku umhverfi á besta stað í Kópavogi. Veitingasalan í Gerðarsafni er í sólríkri glerbyggingu á neðri hæð safnsins með beinu aðgengi að skjólgóðu útisvæði sem er vinsæll áfangastaður allt árið um kring. 

Gerðarsafn stendur fyrir metnaðarfullri sýningardagskrá með megináherslu á samtímalist í glæsilegri byggingu og sækja um 300.000 gestir menningarstarf svæðisins árlega. Safnið er hluti af fjölskylduvænum menningarkjarna ásamt Salnum Tónlistarhúsi, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Útisvæði menningarhúsanna er afar fjölskyldu- og barnvænt, með gosbrunni og fjölbreyttum leiktækjum. 

Samhliða veitingasölu í Gerðasafni eru möguleikar á að þróa veitingasölu fyrir tónleika í Salnum Tónlistarhúsi sem og á ráðstefnum og fundum. Spennandi tækifæri fyrir rétta aðila að þróa veitingareksturs í lifandi og skapandi umhverfi.

Þau sem annast veitingarekstur þurfa að:

• Bjóða upp á fjölbreyttar veitingar sem henta starfsemi safnsins.

• Hafa reynslu og hæfni til að sinna veitingarekstri.

• Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi gesta.

• Vera tilbúin til að þróa reksturinn í takt við starfsemi safnsins hverju sinni.

Gerðarsafn er opið alla daga kl. 10-17 og er rekstraraðila unnt að hafa opið lengur eftirsamkomulagi við leigusala. Hið leigða rými er 75 fermetrar og má gera ráð fyrir að staðurinn taki allt að 76 manns í sæti. Auk þess fylgir hinu leigða rými nýuppgert útisvæði sem er 100 fermetrar og getur rúmað 80 gesti við borð. Eldhúsaðstaðan og húsgögn rýmisins voru uppfærð árið 2020.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Brynju Sveinsdóttir forstöðumann Gerðarsafns fyrir 4. janúar, í gegnum netfangið brynjas(hja)kopavogur.is

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
maí
08
jún
Salurinn
12
maí
Bókasafn Kópavogs
13
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Salurinn
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn

Sjá meira