Barnamenningarhátíð hefur verið sett!

Barnamenningarhátíð í Kópavogi var sett í dag, þriðjudaginn 18.apríl, kl. 10 á Bókasafni Kópavogs en þá opnaði falleg sýning í fjölnotasal á 1. hæð með litríkum teikningum 120 leikskólabarna úr sex leikskólum í Kópavogi. Margrét Eir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari tóku á móti börnunum og öðrum gestum opnunarinnar með ljúfum tónum. Alls 120 leikskólabörn, þ.á.m. listamenn sýningarinnar, mættu á opnunina og tóku vel undir í samsöngnum en börnin komu frá leikskólunum Arnarsmári, Álfaheiði, Fagrabrekka, Marbakki, Núpur og Skólatröð (Urðarhóll). Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og einn fulltrúi frá hverjum leikskóla klipptu svo á borða til að opna formlega sýninguna og Barnamenningarhátíð í Kópavogi við mikinn fögnuð gesta.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR