Barnamenningarhátíð hefur verið sett!

Barnamenningarhátíð í Kópavogi var sett í dag, þriðjudaginn 18.apríl, kl. 10 á Bókasafni Kópavogs en þá opnaði falleg sýning í fjölnotasal á 1. hæð með litríkum teikningum 120 leikskólabarna úr sex leikskólum í Kópavogi. Margrét Eir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari tóku á móti börnunum og öðrum gestum opnunarinnar með ljúfum tónum. Alls 120 leikskólabörn, þ.á.m. listamenn sýningarinnar, mættu á opnunina og tóku vel undir í samsöngnum en börnin komu frá leikskólunum Arnarsmári, Álfaheiði, Fagrabrekka, Marbakki, Núpur og Skólatröð (Urðarhóll). Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og einn fulltrúi frá hverjum leikskóla klipptu svo á borða til að opna formlega sýninguna og Barnamenningarhátíð í Kópavogi við mikinn fögnuð gesta.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
06
mar
Bókasafn Kópavogs
06
mar
Gerðarsafn
07
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira