Rebel Rebel hlaut hæsta styrkinn fyrir Hamraborg Festival

Í gær, fimmtudaginn 7. desember, úthlutaði lista- og menningarráð Kópavogsbæjar menningarstyrkjum og brautargengi til 40 listamanna og listhópa en menningarverkefnin munu koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Ráðinu barst 71 umsókn og úthlutaði 14.250.000 króna.

Menningarfélagið Rebel Rebel hlýtur hæsta styrkinn að þessu sinni, 6.000.000 krónur, fyrir Hamraborg Festival 2024 en hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2021. Hamraborg Festival er samblanda af hverfishátíð og alþjóðlegri listahátíð, sem fagnar Hamraborg og hinni einstöku menningarflóru sem finna má í krókum og kimum hennar.

Aðrir helstu styrkþegar eru Y gallery sem hlýtur styrk upp á 1.500.000 krónur fyrir sýningahald og rekstur gallerís í Olís-stöðinni við Hamraborg; List án landamæra sem hlýtur styrk upp á 600.000 krónur fyrir sýningum og viðburðum í Kópavogi árið 2024, Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir sem hljóta 500.000 króna styrk fyrir verkefnið DJ-amma og Leikfélag Kópavogs sem hlýtur 500.000 króna styrk fyrir uppfærslu á nýju leikriti næsta haust. Finna má yfirlit yfir alla styrkþega hér að neðan.

Fjölbreytt menningarstarfsemi í fyrirrúmi

Lista- og menningarráð styður myndarlega við fjölbreytta menningarstarfsemi sem bæjarbúum stendur til boða án endurgjalds. Má þar nefna Barnamenningarhátíð, Vetrarhátíð, Ljóðstaf Jóns úr Vör og 17. júní auk sameiginlegra viðburðaraða svo sem Menningar á miðvikudögum, Fjölskyldustunda á laugardögum, Foreldramorgna og skólaheimsókna leik- og grunnskólabarna.

Þá velur ráðið árlega bæjarlistamann Kópavogs með framlagi að upphæð 1,5 milljónum króna, leggur til verðlaunafé fyrir myndlistarverðlaun sem kennd eru við Gerði Helgadóttur, styrkir listaverkakaup Gerðarsafns, nýsköpunarverkefni Salarins og tónleikaraðirnar Tíbrá, Sumardjass og Söngvskáld.

Handhafar menningarstyrkja ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, Soffíu Karlsdóttur, forstöðumanni menningarmála í Kópavogi og fulltrúum í lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Heildarlisti yfir handhafa menningarstyrkja 2024.

6.000.000 kr. styrkur
Menningarfélagið Rebel, Rebel fyrir Hamraborg Festival árið 2024
Hamraborg Festival er listahátíð, samblanda af hverfishátíð og alþjóðlegri listahátíð, sem fagnar Hamraborg og hinni einstöku menningarflóru sem finna má í krókum og kimum hennar. Á þessari hátíð, sem er ókeypis öllum, má meðal annars sjá samtímalist, tónlist, gjörninga og dansviðburði. Listrænir stjórnendur eru Joanna Pawlowska, Ragnheiður Sigurðardóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Sveinn Kristjánsson.

1.500.000 kr. styrkur
Y gallerý fyrir sýninga- og viðburðahald í galleríi í Olís-stöðinni við Hamraborg árið 2024.

600.000 kr. styrkur
List án landamæra
List án landamæra er listahátíð sem leggur áhersla á list eftir fatlað listafólk. Hátíðin hefur staðið fyrir sýningum og viðburðum á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og í Gerðarsafni undanfarin tvö ár og stefnt er á áframhaldandi samstarf árið 2024.

500.000 kr. styrkir

Leikfélag Kópavogs
Uppsetningu á nýrri sýningu leikfélagsins haustið 2024.

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir fyrir DJ amma
DJ námskeið með sagnaívafi fyrir eldri borgara í Kópavogi sem mun ljúka með uppskeruveislu og balli árið 2024.

400.000 kr. styrkir

Bergþóra Linda Ægisdóttir. Kammerleikhústónverkið Ipsa dixit eftir Kate Soper sem frumflutt verður í Salnum í Kópavogi á Óperudögum 2024.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir. Bókmenntahátíð með áherslu á hinsegin málefni sem fram fer í Salnum árið 2024.

Karlakór Kópavogs. Tónleikahald árið 2024.

Kvennakór Kópavogs. Tónleikahald árið 2024.

Oddur Hólm Haraldsson. Dans- og tónlistarverkefnið Undraheimur Rofafjarðar.

Samkór Kópavogs. Tónleikahald árið 2024.

Styrkir undir 400.000

Andlag. Sýningar á söngleikhúsverkinu Söngur Vesturfaranna. Að baki Andlagi standa Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Francisco Javier Jáuregui.

Anna Guðrún Tómasdóttir. Sýning á verkinu Venus.

Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Djass- og söngleikjatónleikar sem tengjast jólahaldi.

Ása Valgerður Sigurðardóttir. Verkefnið UNISON, tónlist og hreyfing 3-5 ára barna.

Ásgeir Jón Ásgeirsson og Jósep Gíslason. Heimstónlistarhátíð í Salnum.

Ásdís Björg Káradóttir. Sagnasmiðja fyrir yngri stig grunnskóla í Kópavogi sem byggir á sköpun, slökun og vináttu.

Ásthildur, Marta og Ólína Ákadætur. Tónlistar- og hreyfismiðjan Máfurinn, fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára.

Edgars Rugajs. Tónleikaröð þar sem djassgítarinn verður kynntur frá þremur ólíkum sjónarhornum.

Eva Þyri Hilmarsdóttir og Ragnheiðar Ingunn Jóhannsdóttir. Tónleikar sem hverfast um drauma.

Eva Rún Snorradóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Skapandi ritsmiðja.

Evrópusamband píanókennara. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA sem fram fer í Salnum í nóvember 2024.

Hanna Rós Sigurðardóttir Tobin. Röð sagnakvölda fyrir fullorðna.

Helga Margrét Clarke, Vigdís Þóra Másdóttir og Vilhjálmur Ósk Vilhjálms. Hinsegin jass í Salnum.

Leifur Gunnarsson Myschi. Jazzhrekkur. Tónleikadagskrá fyrir unga hlustendur í Salnum.

Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir. Gerð vegglistaverks í opinberu og einkarými í Kópavogi.

Katrín Guðnadóttir og hljómsveitin Fjaðrafok. Tónleikar og ördansiball með fjörugri tónlist frá þriðja áratugi síðustu aldar.

Kjalar Martinsson. Tónleikar fyrir eldri borgara í Kópavogi.

Magnea Tómasdóttir. Tónleikar á hjúkrunarheimilum og sambýlum í Kópavogi.

Marína Ósk, Anna Gréta Sigurðardóttir, Silva Þórðardóttir og Rebekka Blöndal. Jasstónleikar með íslenskum lögum í nýjum útsetningum.

Menningarfélagið Tvíeind. Dansverkið MOLTA eftir Rósu Ómarsdóttur, flutt í samstarfi við Íslenska dansflokkinn í Gerðarsafni 2024.

Páll Sólmundur Eydal. Barbershop-tónleikar.

Peter Maté. Tónlistarhátíð, tileinkuð íslenskri píanótónlist, í Salnum í september 2024.

Sigurður Unnar Birgisson. Gerð myndbrota um sögu Kópavogs með áherslu á litagöturnar í Skemmu- og Smiðjuhverfi.

Sögufélag Kópavogs. Útgáfu- og félagsstarfsemi í Kópavogi.

TDBD hópurinn – Höskuldur Þór Jónsson og félagar. Framleiðsla á stuttmynd sem gerist við Elliðavatn.

Tinna Þorvalds Önnudóttir og Alda Rut Vestmann. Tónleikar sem hverfast um kvenkyns tónskáld endurreisnar- og barokktímans.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira