Bókagjöf til leikskóla

Börn frá Leikskólanum Urðarhól komu í heimsókn á aðalsafn í dag og stóðu sig vel líkt og endranær. Börnin eru ávallt svo áhugasöm um bækur og sögur og taka virkan þátt í sögustundum og lesa sjálf með miklum tilþrifum, jafnvel þó textinn segir eitthvað allt annað. Myndirnar tala líka sínu máli!
Í lok heimsóknar voru börnin leyst út með bókagjöf til síns góða leikskóla og fleiri leikskólar fá slíka gjöf á næstu dögum. Við vonumst þannig til að bæta við í bókasöfn leikskóla bæjarins svo börnin geti notið sem best. Alltaf gott að hafa meira úrval en minna þó kannski vilji flest börn sína uppáhalds bók bara aftur og aftur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
10
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira