Bókaboxið – nýjung á Íslandi

Bókasafn Kópavogs er eitt glæsilegasta bókasafn landsins og er einn af máttarstólpum samfélagsins hér í Kópavogi. 

Það eru um 800 gestir sem sækja safnið daglega og fer gestum fjölgandi með hverju ári. 

Safnið býður upp á fjölda viðburða auk hefðbundinnar þjónustu og hefur verið leiðandi í tækniþróunum til að mynda að bjóða upp á greiðslugátt í gegnum sjálfsafgreiðsluvélar. 

Nú hefur enn ein nýjungin bæst við og er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem þessi þjónusta býðst. 

Safnið hefur opnað fyrsta Bókaboxið á Íslandi. „Boxið virkar eins og póstboxin sem hafa verið að spretta upp út um allt land á undanförnum árum þar sem hægt er að sækja pakka í box“, segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. Þetta er einföld leið fyrir lánþega safnsins að nálgast nýjustu og vinsælustu bækurnar, en í boxinu verða alltaf tíu nýir titlar, eins er hægt er að skila lánsbókum. Hægt er að taka frá bók og sækja hana í boxið. Bækurnar eru þá fráteknar á leitir.is og kemur starfsfólk bókunum í Bókaboxið. Bókinni verður haldið í fjóra sólarhringa eftir að hún er komin í boxið. „Við erum fyrsta bókasafnið á Íslandi að bjóða þessa viðbótarþjónustu við þá hefðbundnu þjónustu sem er á söfnunum sjálfum og erum við mjög spennt að heyra hvað lánþegum okkur finnst um þessa nýjung.“

Bókaboxið er staðsett í Vallakór 4 (í sama húsi og velferðarsvið Kópavogsbæjar og Krónan) og er opið kl. 9:00-21:00 alla daga vikunnar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
nóv
Salurinn
21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira