Rán Flygenring og kjaftagelgjur í vetrarfríi

Í vetrarfríinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í Náttúrufræðistofu Kópavogs! 

Á mánudaginn 27. október frá kl. 11-13 verða fuglar í forgrunni. En þá býður mynd- og rithöfundurinn Rán Flygenring býður fjölskyldum upp á ólíkar furðufuglateikniæfingar sem virkja ímyndunaraflið og teiknivöðvana. Þátttakendur fræðast um fugla í gegnum snarpar og skapandi stöðvaþrautir. Engrar teikni- né fuglakunnáttu er þörf til að taka þátt! Komið og teiknið skemmtilegar fuglamyndir! 

Hlynur Steinsson líffræðingur og sérfræðingur á safninu verður einnig með fræðsluinnlegg um fuglabein á þessum tíma. Í kjölfar teiknismiðjunnar verður svo Krakkabíó í tilraunastofunni! 

Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Er hún annar tveggja höfunda bókarinnar Fuglar ásamt Hjörleifi Hjartarsyni en þar draga þau helstu sérkenni fugla fram í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega. Bókin fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og vann hún Barnabókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir teikningarnar í henni. 

Á þriðjudeginum 28. október verður í boði fræðsla og föndur um kjaftagelgjur. Þessi skrítni hópur djúpsjávarfiska er merkilegur fyrir margar sakir en einna helst ófrýnilegt útlit sitt og eru nöfn sumra vitnisburður um það! En þeir hafa líka þann fallega eiginleika að geta framkallað sitt eigið ljós eða lífljómað, en hvað býr að baki? Fræðslan verður létt og skemmtileg, fyrir börn og fjölskyldur á öllum aldri! 

Við hvetjum ykkur einnig til að kynna ykkur glæsilega og fjölbreytta dagskrá í öðrum menningarhúsunum Kópavogs. Hlökkum til að sjá ykkur í vetrarfríi!

Aðgangur er ókeypis!

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs
25
okt
Salurinn
25
okt
Bókasafn Kópavogs
25
okt
Gerðarsafn
27
okt
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Bókasafn Kópavogs
13:00

Krakkabíó

27
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
27
okt
Gerðarsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR