Verið hjartanlega velkomin í Náttúrusafn Kópavogs!
Við kynnum með stolti nýtt heiti safnsins með opnun tveggja óvæntra þróana, jafnvel stökkbreytinga, á grunnsýningunni Brot úr ævi Jarðar. Á laugardaginn 15. nóv. kl. 14:00 opnum við ,,Fjársjóð í flæðarmálinu“, sem gefur dýrmæta innsýn í margslunginn heim lindýra úr safni Jóns Bogasonar. Við opnum einnig ,,Krafta náttúrunnar“ þar sem við sjáum ljóslifandi hvernig eldgos, jöklar og jarðhiti hefur mótað Ísland.
Samhliða opnun smásýninganna, kl. 15:00 og 16:00 sama dag verður kammerhópurinn Nordic Affect með lifandi tónlistarflutning inn í innsetningu Höllu Steinunnar Stefánsdóttur ,,Af dularfullum röddum skelja“, þar sem hún leitaði leiða til að miðla og skoða aðrar hliðar á skeljaeign safnsins.











