Kópavogsdagar 2010

mynd213.pngKópavogsdagar verða settir laugardaginn 8. maí næstkomandi. Að venju er boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá. Náttúrufræðistofa Kópavogs lætur ekki sitt eftir liggja á Kópavogsdögum og býður upp á Freyju fisdægru, ævintýri fyrir krakka á leikskólaaldri, Litlar flugur – stórt hlutverk, fyrirlestur um rannsóknir á rykmýi, Fljúga hvítu fiðrildin, sem er yfirlitssýning á flækingsskordýrum, og Af lifun sem er sýning á verkum listamannsins Magnúsar Árnasonar.
Dagskrá Kópavogsdaga árið 2010 hjá Náttúrufræðistofunni.
mynd209.jpgFljúga hvítu fiðrildin: Laugardaginn 8. maí kl. 13:00 Staður: Náttúrufræðistofa Kópavogs. Opnun á sýningu um flækingsfiðrildi á Íslandi í anddyri Náttúrufræðistofunnar. Sýndar verða helstu flækingstegundirnar og upplýsingar veittar um uppruna og líffræði þessara skrautlegu skammtímagesta landsins. Sýningin stendur fram á haust.
mynd210.jpg
Freyja fisdægra: Mánudag 10. maí–14. maí og 17.–21. maí kl. 10:00 og 11:00. Staður: Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs. Ævintýri sniðið fyrir börn á leikskólaaldri um litlar flugur og líf þeirra. Fróðleikur í máli og myndum fluttur í Kórnum og barnadeild Bókasafnsins. Flutt tvisvar á dag, kl. 10:00 og 11:00. Ævintýrið verður einnig haldið vikuna 17. til 21. maí á sama tíma. 
Litlar flugur – stórt hlutverk: Miðvikudaginn 12. maí kl. 12:15–13:00 Staður: Náttúrufræðistofa Kópavogs, Kórinn, fyrirlestrarsalur. Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur á Náttúrufræðistofunni flytur erindi um rykmý á Íslandi og byggir á eigin rannsóknum og gögnum í fórum Náttúrufræðistofunnar. Fjallað verður um rykmý á Íslandi en þessi hópur skordýra, þrátt fyrir að skipa smávöxnum lífverum, gegnir lykilhlutverki í orkubúskap og vistfræði straum- og stöðuvatna á landinu. Erindið hefst kl 12:15.
mynd211.jpg
Af lifun: Laugardaginn 15. maí kl. 15:00. Staður: Náttúrufræðistofa Kópavogs. Opnun á sýningu Magnúsar Árnasonar í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Listir og vísindi eru ólíkar en þó skyldar greinar og hefur saga þeirra oft á tíðum verið samtvinnuð. Á sýningunni eru könnuð tengsl þessara tveggja greina þar sem unnið er út frá sýningarsafni og starfsemi Náttúrufræðistofunnar og veitt innsýn í fegurð hins vísindalega rannsóknarferlis. Með því að varpa ljósi á skörun þessara tveggja greina er ætlað að beina sjónum okkar að flóknu samlífi náttúrunnar og hinu manngerða, staðreyndum sögunnar og skáldskaparins. Sýningarstjórn er í höndum Kristínar Dagmar Jóhannesdóttur og Hilmars J. Malmquist. Sýningin stendur til 15. september.
mynd212.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

02
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR