Trékarlar

Næstkomandi laugardag þann 9. október kl. 14 verður opnuð sýningin Trékarlar í anddyri Náttúrufræðistofunnar. 
mynd224.jpgTrékarlar eru útskornir tréstaurar sem öðlast hafa framhaldslíf með ástríðu og hugkvæmni Guðmundar Sigurðssonar, hagleikssmiðs og Kópavogsbúa. Hafsteinn Karlsson, formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, flytur ávarp við opnunina. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Guðmundur Sigurðsson er fæddur 25.04. 1925 og byrjaði seint að eiga við listagyðjuna. Engu að síður má nú finna úti undir beru lofti um 30 trékarla eftir Guðmund víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.
Margir trékarlanna hafa nú safnast saman í Náttúrufræðistofuna. Nokkra trékarla má einnig finna í anddyri Sundlaugar Kópavogs. Sýningin stendur til 15. desember 2010. Sýningastjórar eru Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, barnabarnabarn Guðmundar, og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn

Sjá meira