Safnanótt 2013

Safnanótt árið 2013 verður haldin föstudaginn 8. febrúar, en þá munu söfn og aðrar menningarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem stendur yfir milli kl. 19 og 24. Að venju tekur Náttúrufræðistofa Kópavogs þátt í Safnanótt og býður upp á tvo atburði.
20130201131052992275.jpg
Bessadýr í Blávatni er heiti erindis þar sem Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar, fjallar um nýmyndað stöðuvatn í fornum eldgíg í toppi Oksins í Borgarfirði og það sérstæða lífríki sem þar er að finna. Erindið hefst kl. 19:30.
Fyndnar furðuverur! er heiti dagskrárliðar sem hefst kl. 20:30. Þar spjallar Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður við safngesti um dýrslegar, fyndnar og furðulegar myndastyttur sínar sem eru til sýnis í anddyri Náttúrufræðistofunnar.
Auk framangreindra atriða stendur Bókasafn Kópavogs fyrir metnaðarfullri dagskrá eins og sjá má í sameiginlegri dagskrá Safnahússins. Dagskrár annarra safna í Kópavogi er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar. Allar upplýsingar um uppákomur kvöldsins er að finna á vef Safnanætur en einnig á fésbókarsíðu og vef Vetrarhátíðar í Reykjavík. Sérstök athygli er vakin á Safnanæturleiknum, ásamt því að hægt er að komast frítt milli staða með Safnanæturstrætó.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR