Þríhnúkagígur og hraunhellar á Íslandi í máli og myndum

Nokkur umræða hefur verið undanfarin misseri um umgengni og umsjón með vinsælum ferðamanna- stöðum. Helst er litið til uppbyggingar og viðhalds á þessum svæðum sem mörg hver eru undir miklu álagi og víða er komið yfir þolmörk. Þar hefur borið hæst svæðið í kringum Geysi í Haukadal.
Árni B Stefánsson augn- læknir og hellakönnuður verður með fyrirlestur og myndasýningu í Kórnum, Safnahúsi Kópavogs, Hamraborg 6a fimmtudaginn 15. maí, kl. 17:15
20140502102633641225.jpg
Hellar eru í flokki vinsælla ferðamannastaða. Fjölmargir hellar eru á Íslandi og hraunhellarnir þekktastir. Margir þeirra eru afar viðkvæmir. Flestir stærstu og þekktustu hellar landsins hafa orðið fyrir miklum skaða af völdum ágangs.
Í hellaumræðunni hefur Þríhnúkagíg borið hátt á undanförnum árum, en gígurinn er einhver sérstæðasti hellir landsins. Hann er jafnframt talinn af kunnáttufólki merkasti hraunhellir veraldar. Þríhnúkagígur er dýpsti og þriðji stærsti gíghellir heims.
Um næstkomandi Jónsmessu verða liðin 40 ár frá því Árni kannaði gíginn fyrstur manna með aðstoð félaga sinna og frænda og gerði fyrstu athuganir á honum. Árni hefur alla tíð farið fremstur í flokki þeirra sem tala fyrir verndun hella og viðkvæms umhverfis þeirra. Afar skemmtilegt líkan af Þríhnúkagíg, gert af Árna, er til sýnis á Náttúrufræðistofunni ásamt umfjöllun um verndun og lífríki hella. Líkanið, jafnt yfirborð sem innviðir gígins, er unnið út frá mælingum og frumgögnum sem Árni, félagar hans, VSÓ ráðgjöf o.fl. hafa safnað allt frá árinu 1991.
Fimmtudaginn 15. maí nk. mun Árni fjalla um hella, umgengni um þá og vernd þeirra í máli og myndum í Kórnum í Safnahúsi Kópavogs og hefst fyrirlesturinn kl. 17:15.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20140502102636291942.jpg
20140502105818877376.jpg20140502102632825355.jpg
20140502102631504070.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira