Cycle listahátíðin

Fimmtudaginn 13. ágúst hefst listahátíðin Cycle music and art festival í Kópavogi. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt, tónlist, myndlist og gjörningar af ýmsu tagi. Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur komið að undirbúningi eins af verkum hátíðarinnar og séð um ræktun lífljómandi þörunga (bioluminescent) fyrir verkið Multitudes í Gerðarsafni. Multitudes er samvinna þýska listamannsins Andreas Greiner og tónskáldsins Tyler Friedman og er hljóð- og sjónræn innsetning sem bræðir saman líffræði, tölvur og skúlptúr. Tónverk er flutt á tölvustýrðan flygil og örva hljóðbylgjurnar myndun ljóss í þörungarækt sem liggur á strengjum hljóðfærisins. Í tengslum við hátíðina verður Náttúrufræðistofan með kynningu á þessum lífljómandi þörungum listarinnar svo og þörungum almennt.
20150807113637924724.jpg
Þörungar eru undirstaða lífs í sjó og vötnum líkt og gróður er á þurrlendi. Eins og grasbítar nærast á gróðri þá lifa krabbadýr og vatnaskordýr á þörungum og er þar kominn grunnur fæðukeðjunnar í sjó og vötnum. Þörungar eru af ýmsum gerðum; sumir eru smásæir og gerðir úr einni eða fáum frumum, aðrir eru stærri og mynda blöð eða þræði. Sumir synda um en aðrir eru botnfastir, en þörungar hafa ekki rætur til að taka upp næringarefni líkt og plöntur. Þörungar taka til sín næringarefni beint inn í frumurnar úr vatninu sem þeir lifa í. Í anddyri Náttúrufræðistofunnar verður hægt að fræðast um hina margbreytilegu hópa þörunga og bera þá augum, bæði undir smásjá og á myndum.Listahátíðin Cycle music and art festival stendur dagana 13.–16. ágúst og sýningin í Gerðarsafni stendur til 27. september 2015.
20150807133837536617.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

11
maí
Salurinn
15:00

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR