Hjóladagur fjölskyldunnar

Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn laugardaginn 21. maí frá 13-17. Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi verður boðin ástandsskoðun á hjólum og kynning á rafhjólum og öðrum búnaði svo og kynning á verkefninu „Hjólað óháð aldri“. Þá mun Garðskálinn bjóða upp á grillað góðgæti og selja á vægu verði. Í Bókasafninu verða settar fram bækur sem tengjast hjólreiðum en einnig verður sýning á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs. Þá verður reiðhjólatúr og ratleikur með fjársjóðskistum um Kársnesið og settur verður upp umferðargarður á bílaplani Molans.

20120521163620332180.jpg
Dagskrá:
13:00 – 17:00
Dr. Bæk ástandsskoðar hjól á útivistarsvæði við Menningarhúsin Kynning á rafhjólum og reiðhjólabúnaði á útivistarsvæði við Menningarhúsin Umferðargarður á bílaplani Molans þar sem hægt verður að æfa hjólafærni Bókasafnið opið og hægt að skoða bækur tengdar hjólreiðum Sýning á ljósmyndum af reiðhjólum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs á 2. hæð Bókasafnsins Garðskálinn býður upp á grillað góðgæti á hagstæðu verði
14:00
Reiðhjólatúr og ratleikur með sérfræðingum Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafns. Fræðst verður um mannlíf og náttúru á Kársnesinu og í fjársjóðskistum leynast glaðningar af ýmsu tagi (hjálmaskylda)
15:15
Kynning á verkefninu “Hjólað óháð aldri” á útivistarsvæði við Menningarhúsin
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira