Safnanótt á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Safnanótt verður haldin þann 3. febrúar og mun Náttúrufræðistofan standa gestum opin eins og fyrri ár. Að þessu sinni verður boðið upp á tvo viðburði, sýningu sem stendur allt kvöldið, þar sem spáð er í tilgang náttúrufræðisafna og svo erindi, þar sem spurt er hvort náttúrufræðisöfn séu úrelt fyrirbæri. Dagskráin hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 23:00.
20170131111755465435.jpg
18:00–23:00 Náttúrufræðisafn, til hvers? Þrátt fyrir að fyrirbærið náttúrugripasafn sé fremur ungt sögulega hefur það breyst mikið í tímans rás. Fyrstu náttúrufræðisöfnin minntu á nokkurs konar skemmtigarða, þar sem sýningargripum ægði saman og var vandlega gætt af þungbúnum safnvörðum, meðan söfn dagsins í dag eru upplýsingamiðstöðvar um náttúrufræðileg málefni fyrir almenning og sérfræðinga. verður um þessa þróun og sýnd dæmi um áherslur á mismunandi tímum, s.s. í uppsetningu fugla, en einnig verður skyggnst inn í náttúrufræðisafn framtíðarinnar.
20:00–21:00 Náttúrufræðisafn, úrelt fyrirbæri? Til sýnis verður náttúrufræðingur sem veltir fyrir sér sögu og tilgangi náttúrufræðisafna. Eru náttúrufræðisöfn í svipaðri stöðu og risaeðlurnar fyrir 65 milljónum ára eða er framtíðin björt? Erindið verður vonandi í léttum dúr og er þess vænst að upptalningum á þurrum staðreyndum verði haldið í lágmarki, en meira lagt upp úr samtali við gesti viðburðarins.
Fjöldi annara viðburða verður í boði í menningarhúsum Kópavogs og má fræðast um þá á vef Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

16
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR