BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN SÓLHVÖRF

Fjórði og síðasti leikskólinn sem við kynnum til leiks í verkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur austan Vatnsendahæðar, við Álfkonuhvarf, og heitir Sólhvörf. 
Börnin á elstu deild leikskólans skiptu sér í tvo hópa og fræddust annars vegar um vatnafugla og hins vegar um móbergsfjöll og innviði þeirra, með sérstakri áherslu á Vífilsfell og Hengil. Fugla- og fjallafræðslan fléttaðist síðan áfram inn í samverustundir og sameiginlegt starf deildarinnar þar sem öll börnin voru þátttakendur í hvoru tveggja.
SólBarn1.jpg
Börn á deildinni Goðheimum einbeitt að mála egg vatnafugla.
SólBarn2.jpg
Börnin útbjuggu hvert sitt egg og máluðu og unnu síðan í hópum við að skapa falleg hreiður vatnafuglanna.
SólBarn3.jpg
Áhugasöm börn fræðast um Vífilsfell og Hengil. Börnin þekktu vel til fjallanna enda með glæsilega fjallasýn frá leikskólanum. Ungu náttúrufræðingarnir gerðu sér svo lítið fyrir og fóru í hugarferðalag inn í fjöllin – ímynduðu sér að þau skæru þau í sundur eins og köku – og skoðuðu innviði þeirra og munstur, sem þau svo endursköpuðu sem mósaíklistaverk.
SólBarn4.jpg
Fjallasmíð í fullum gangi!
SólBarn5.jpg
Móbergsstapar í röðum með bólstrabergskjarna, túffi (móbergi) og hraunkolli.
SólBarn6.jpg
Alls kyns skemmtilegur efniviður var notaður við mósaíkverkin, eins og vikursteinar, tölur, margs konar pasta, trjákurl, ydd og smáspýtur. Að lokinni verkefnavinnu nýttist efniviðurinn svo að sjálfsögðu í skemmtilegan búðarleik!
SólBarn7.JPG
Í Sólhvörfum er starfað eftir hugsmíðahyggju sem byggir á kenningu Jean Piaget um nám og þroska barna. Lögð er áhersla á virkni barnsins í eigin þekkingarleit og mikilvægi þess að kennarar nýti áhugahvöt barnsins hverju sinni. Kennsluaðferðir hugsmíðahyggjunnar byggja á því að barnið fáist við raunveruleg verkefni, fái tíma til að rannsaka umhverfið, nýta frumkvæði og prófa eigin hugmyndir. Í hugsmíðahyggjunni er lögð rík áhersla á að í leikskólanum sé ávallt notalegt andrúmsloft þannig að barninu líði vel. Einnig er unnið að því að efla sjálfræði barnsins með það að markmiði að börnin verði sjálfstæð og virk í eigin þekkingarleit og noti sjálfræði sitt til að framfylgja eðlislægri forvitni sinni og hafi sjálftraust til þess að leysa vandamál og segja hug sinn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira