Klassík í Vatnsmýrinni verður Klassík í Salnum

Það verður mikið framboð af góðri klassískri tónlist í Salnum í haust

Salurinn Tónlistarhús Kópavogs og Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild FÍH (FÍT) hafa gert með sér samstarfssamning um klassíska kammertónleikaröð FÍT í Salnum.
FÍT hefur haldið úti metnaðarfullri tónleikaröð síðastliðin fimmtán ár í samstarfi við hina ýmsu staði svo sem Kjarvalstaði, Norræna Húsið og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Nú hefur verið undirritaður samstarfssamningur við Salinn um að hýsa tónleikaröðina á komandi vetri.

Um er að ræða röð fimm tónleika yfir veturinn 2023 – 24 þar sem áfram verður boðið upp á gæða tónleika þar sem margt af okkar hæfasta tónlistarfólki úr klassíska geiranum kemur fram.

„Salurinn er fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins þar sem áhersla var lögð á góðan hljómburð. Er hann einstaklega góður fyrir klassíska kammertónlist og því einstaklega ánægjulegt að fá þessa flottu tónleikaröð til okkar,“ segir Aino Freyja forstöðumaður Salarins og bætir við að eitt af markmiðum Salarins sé að vera í góðu samstarfi við félög og flytjendur tónlistar sem hafa það sameiginlega markmið með Salnum að auðga tónlistarlíf og efla almennan áhuga og þekkingu á tónlist.

FÍT er hagsmunafélag klassískra einleikara, einsöngvara og stjórnenda. Félagið hefur haldið utan um hagsmuni þessa hóps frá stofnun fyrir 80 árum eða nánast frá upphafi klassísks flutnings hér á landi.

„Í tónleikaröðinni er lögð áhersla á gríðarlega metnaðarfullar efnisskrár sem settar eru saman fyrir þetta tilefni, og sérstök áhersla hefur verið lögð á frumflutning nýrra íslenskra tónverka. Þannig er röðin samfélagslega mikilvæg, sem vagga nýrrar íslenskrar kammertónlistar, auk mjög mikilvægs vettvangs fyrir okkar hæfasta tónlistarfólk,“ segir Margrét Hrafnsdóttir formaður FÍT.

Það er gaman að skrifa undir samning

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
28
nóv
Salurinn
20:00

Friðarjól

28
nóv
Bókasafn Kópavogs
10:00

Stjúptengsl

28
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira