23.nóv 2023 20:00 - 22:00

Bókaspjall

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Einar Kárason, Kristín Ómarsdóttir og Vigdís Grímsdóttir verða gestir Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur í árlegu bókaspjalli Bókasafns Kópavogs.

Þau lesa brot úr glænýjum skáldsögum sínum og taka þátt í líflegum samræðum um skáldverk sín sem eru Heimsmeistari eftir Einar Kárason, Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur og Ævintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur.

Boðið verður upp á laufléttar veitingar og notalega stemningu. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Athugið að viðburðurinn fer fram í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns sem verður opið fyrir gesti frá klukkan 19:30.

Heimsmeistari eftir Einar Kárason

Í miðju köldu stríði öttu fulltrúar stórveldanna kappi um heimsmeistaratitil í skák í smáborginni Reykjavík. Sigurvegarinn ungi var sérvitur en eignaðist þó vinskap heimafólks sem löngu síðar bjargaði honum úr ógöngum. Knöpp og kynngimögnuð saga um snilling sem er ævifangi síns hrjúfa lundernis, listilega samin af sagnameistaranum Einari Kárasyni.

Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur

Oddný Þorleifsdóttir, fædd 1863, elst upp í Bræðratungu, í hópi duglegra og glaðsinna systkina. Lífsbaráttan er hörð. „Móðurfólk mitt hélt ekki dagbækur sem ég veit af, það afmáði ummerki, gekk svo snyrtilega um að það skildi ekki eftir sig efniskennd spor. Að skrifa söguna eru því drottinssvik við móðurfólk mitt, einnig skuld við það og þökk.“

Ævintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur

Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
nóv
Gerðarsafn
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

07
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

13
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira