Á Safnanótt föstudagskvöldið 2. febrúar kl 21:00 verður haldið tilraunakvöld listamanna í Molanum. Þetta er þriðja tilraunakvöldið sem haldið hefur verið í Molanum en þau hafa notið miklilla vinsælda hingað til. Tónlistafólk, uppistandarar, dansarar og myndlistamenn munu stíga á svið og sýna áhorfendum brot af fjölbreyttum verkum í vinnslu.
Húsið opnar kl 20:30 þar sem boðið verður uppá léttar veitingar og sýning hefst svo klukkan 21:00.
Fram koma:
Pink X-ray
Inga Steinunn með uppistandið sitt Allt í góðu lagi
Krassoff ásamt dönsurnum
Amor Vincit Omnia
Eyrað eftir Lilju Maríu Hönnudóttur
Frítt inn og brjáluð stemming, hvetjum öll til að mæta!