Myndlist og náttúra

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs hlutu öndvegisstyrk frá Safnaráði til að vinna verkefnið Myndlist og náttúra. Nú er verkefnið komið á fullt skrið og vinna söfnin með leikskólum Kópavogs að fyrsta hlutanum Málað með mold.

Myndlist og náttúra er samstarfsverkefni Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs og snýr fyrsti fasi verkefnisins að elstu deildum leikskóla Kópavogs en öllum leikskólum Kópavogs var boðin þátttaka. Nemendur og kennarar koma í Gerðarsafn og taka þátt í smiðjum leiddum af Huldu Margréti Birkisdóttur líffræðingi og Erni Alexander Ámundasyni myndlistarmanni. Börnin fá fræðslu um jarðveg og mikilvægi hans í byrjun þar sem þau eru vísindamenn á rannsóknarstofu: þau snerta mold, sand, skeljar, steina, köngla og fleira. Þau skoða jarðveg í víðsjám með aðstoð Huldu og kanna náttúruna með öllum skynfærunum.

Börnin fá tækifæri til að uppgötva og rannsaka náttúruna á eigin forsendum – þau eru vísindamennirnir og listamennirnir. Í kjölfar þess er listsmiðja þar sem unnið er með málningu úr mold, sand og annan náttúrulegan efnivið og skapa þau sameiginlegt myndverk með stuðningi frá Erni Alexander sem leiðir smiðjuna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn

Sjá meira