Hin árlega uppskeruhátíð sumarlesturs verður þriðjudaginn 22. ágúst á 1. hæð aðalsafns (barnadeild).
Gunnar Helgason stuðbolti og rithöfundur mætir á aðalsafn og allir krakkar sem koma fá glaðning!
Fimm heppnir vinningshafar verða dregnir út úr öllum happamiðum sumarsins.
Hlökkum til að sjá alla sumarlestrarhesta!