Forstöðumaður Salarins

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Salarins. Um er að ræða fágætt tækifæri fyrir listrænan og hugmyndaríkan einstakling með brennandi áhuga á að efla tónlistar- og menningarupplifun Kópavogsbúa og annarra gesta.

Salurinn hentar afar vel til fjölbreytts tónleikahalds, viðburða, ráðstefnu- og fundahalda og er kjörinn vettvangur fyrir hvers kyns móttökur, smáar sem stórar. Salurinn er búinn nýlegum tækjabúnaði og hljóðupptökuveri.

Forstöðumaður Salarins heyrir undir forstöðumann menningarmála. Hann vinnur náið með forstöðumönnum annarra menningarhúsa bæjarins að sameiginlegum viðburðum, kynningu og markaðssetningu. Salurinn starfar samkvæmt menningarstefnu Kópavogsbæjar.

Forstöðumaður er ráðinn til 5 ára í senn með möguleika á framlengingu.

Nánari upplýsingar um Salinn má nálgast hér

Eingöngu er tekið umsóknum í gegnum vinnumiðlunina Alfreð, sjá nánar hér.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
apr
Salurinn
12
apr
Bókasafn Kópavogs
14
apr
Bókasafn Kópavogs
14
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

15
apr
Bókasafn Kópavogs
15
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
17
apr
Gerðarsafn
22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira