25.sep 12:15 - 13:00

Hvað er jarðvegsmengun?

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Og hvernig tökumst við á við hana?

Verið velkomin í hádegisfyrirlestur „Hvað er“ er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar sem sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.

Að þessu sinni verður fjallað um jarðvegsmengun. Jarðvegsmengun er oft á tíðum dulið vandamál sem hefur víðtæk áhrif á okkar tilveru, heilsu, hreina vatnið, lífríki og jafnvel annað sem gæti komið á óvart…

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir sérfræðingur í umhverfis- og jarðefnafræði PhD kemur og reifar málið og skýrir fyrir okkur hvað jarðvegsmengun er, hvað er hægt að gera og hvað er í húfi.

Erindið hefst kl. 12:15 og verður í Tilraunastofunni, nýjum sal sem staðsettur er innaf Náttúrufræðistofu.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

__________________________________________________________________________________

Erla starfar á sviði samgangna og umhverfis hjá Verkís og en kemur hér til okkar í nafni FUMÍS eða  Fagfélags um mengun á Íslandi. 

Félagið er nýstofnað og hefur þann tilgang að stuðla að aukinni þekkingu og hvetja til  vandaðra vinnubragða þegar lítur að mengunarmálum á Íslandi. Ekki síst hvað varðar mengun jarðvegs, yfirborðs- og jarðvatns.

Heimasíða FUMÍS:

https://fumis.is

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira